Kerfisvakt

Skoða og stjórna kerfistilföngum

Kerfisvaktin er forrit fyrir ferlis- og kerfisvakt í einföldu og auðskiljanlegu viðmóti.

Kerfisvaktin getur hjálpað þér við að fylgjast með hvaða forrit eru að nota örgjörva eða minni tölvunnar, sýsla með forrit í keyrslu, þvinga ferli til að hætta ef þau svara ekki, og breyta stöðu og forgangi ferla í keyrslu.

Línuritin gefa þér fljótlegt yfirlit um hvað er í gangi í tölvunni, þar birtist nýleg virkni netkerfis, minnis og örgjörvanotkun.

Taktu þátt

Kannaðu viðmótið

Listasýn á ferla
Yfirlit yfir tilföng
Sýn á skráakerfi

Kynnstu okkur

Nánari upplýsingar