Myndarýnir
Skoða og snúa myndum
Myndarýnirinn er hinn opinberi myndaskoðari fyrir GNOME skjáborðið. Hann er samhæfður útliti og virkni GTK+ viðmótsins í GNOME og styður mörg myndskráasnið, hvort sem er til skoðunar á stökum myndum eða myndasöfnum.
Myndarýnirinn gerir einnig kleift að skoða myndir sem skyggnusýningu á öllum skjánum eða að setja mynd sem bakgrunn skjáborðs. Ennfremur les hann merki frá myndavélum þannig að myndum sé snúið sjálfvirkt lárétt eða lóðrétt, eftir því hvernig þær voru teknar.
Taktu þátt
Kannaðu viðmótið
